Töluvert hefur dregið úr umsóknum um húsbréfalán hjá Íbúðalánasjóði á undanförnum vikum og var heildarfjárhæð samþykktra húsbréfalána sjóðsins í júnímánuði þriðjungi minni í ár en í fyrra.
Þá hefur einnig dregið úr uppgreiðslum íbúðalána á undanförnum vikum, en þær jukust verulega á árinu 1999 og á fyrstu vikum þessa árs miðað við það sem áður þekktist. Þetta kemur fram í 6 mánaða yfirliti fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs.
Heildarfjárhæðir samþykktra lána
Heildarfjárhæðir samþykktra lána í húsbréfakerfinu frá síðustu áramótum og fram til 30. júní sl. eru sem hér segir, samanborið við sömu mánuði ársins 1999 (í millj. kr.) Sjá töflu I.
Fjöldi innkominna umsókna
Frá síðustu áramótum og fram til 30. júní sl. var fjöldi innkominna umsókna um húsbréfalán sem hér segir samanborið við sömu mánuði síðasta árs: Sjá töflu II.Eins og hér má sjá bárust verulega fleiri umsóknir fyrstu tvo mánuði þessa árs en í sömu mánuðum í fyrra, en síðan hefur umsóknum fækkað og þær ætíð verið færri en í fyrra. Þannig er heildarumsóknafjöldi í júnílok minni en á sama tíma í fyrra.
Umsóknir um lán vegna kaupa á notuðu húsnæði eru langstærsti lánaflokkurinn í útlánum Íbúðalánasjóðs. Í júnílok var fjöldi innkominna umsókna í þeim lánaflokki lítillega undir því sem var á sama tíma í fyrra, en frávikið er innan skekkjumarka.