BJARTSÝNI einkennir markaðinn," segir Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Fasteign.is, sem er nýtekin til starfa og hefur aðsetur í Borgartúni 22 í Reykjavík.

BJARTSÝNI einkennir markaðinn," segir Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Fasteign.is, sem er nýtekin til starfa og hefur aðsetur í Borgartúni 22 í Reykjavík.

Nafn fasteignasölunnar skírskotar til Netsins, en Ólafur segir Netið skipta stöðugt meira máli í sölu fasteigna, enda fari þeim stöðugt fjölgandi, sem eigi aðgang að Netinu og kunni að hagnýta sér það.

Þetta verður nútímaleg fasteignasala," segir Ólafur. "Allir sölumennirnir verða löggiltir fasteignasalar."

Fasteign.is hefur þegar hafið starfsemi af krafti og er strax komin með tugi eigna á söluskrá. Þar má nefna gott rúml. 2.000 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum við Bíldshöfða, einbýlishús við Sólbraut á Seltjarnarnesi og parhús við Beykihlíð.

"Sú spenna, sem ríkt hefur á markaðnum undanfarið ár, hefur aðeins rénað og það hefur dregið úr verðhækkunum," segir Ólafur.

"En eftirspurn er áfram mjög mikil og mun meiri en framboðið." / 22