Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði er timburhús, byggt 1959 og er á tveimur hæðum. Alls er húsið 235,4 ferm., en bílskúr er 35 ferm. Húsið er til sölu hjá Fasteignastofunni.
Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði er timburhús, byggt 1959 og er á tveimur hæðum. Alls er húsið 235,4 ferm., en bílskúr er 35 ferm. Húsið er til sölu hjá Fasteignastofunni.
Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu einbýlishús í Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt 1959, og er húsið á tveimur hæðum. Alls er húsið 235,4 fermetrar. Bílskúr er steinsteyptur frá 1984 og er 35 fermetrar.

Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu einbýlishús í Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt 1959, og er húsið á tveimur hæðum. Alls er húsið 235,4 fermetrar. Bílskúr er steinsteyptur frá 1984 og er 35 fermetrar.

"Þetta er gott einbýli með innbyggðum bílskúr og glæsilegum garði," segir í upplýsingum frá Fasteignastofunni. "Komið er inn í forstofu með panil á veggjum og gestasalerni. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu. Stofa er rúmgóð og opið úr henni inn í eldhús. Úr stofu er gengt í sólstofu sem byggð er á timburpalli og útgangur á litla timburverönd þar sem er arinn. Eldhús er dúklagt með eldri innréttingu og borðkrók. Baðherbergi er nýlega endurnýjað með flísum, innréttingu og sturtu.

Úr holi er stigi niður, en einnig er sérinngangur á neðri hæð frá norðurhlið hússins. Þar er komið í rúmgott rými sem er kjörið sem vinnuaðstaða. Þvottahús er niðri og góð geymsla sem mögulega má nota sem herbergi.

Bílskúrinn er rúmgóður með miklu skápaplássi, rafmagni, vatni og hita. Inn af honum er mjög gott geymslupláss. Lóðin er mikið ræktuð, plöntuúrval mikið og gróðurhús er í garðinum. Ásett verð er 18,5 millj. kr.