BRÖNDBY, mótherjar KR í forkeppni meistaradeildarinnar á morgun, fengu skell á heimavelli í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Bröndby tapaði þá á heimavelli, 1:2, fyrir AGF, sem ekki var spáð góðu gengi á nýhöfnu tímabili. Ólafur H.

BRÖNDBY, mótherjar KR í forkeppni meistaradeildarinnar á morgun, fengu skell á heimavelli í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Bröndby tapaði þá á heimavelli, 1:2, fyrir AGF, sem ekki var spáð góðu gengi á nýhöfnu tímabili.

Ólafur H. Kristjánsson hóf síðari hálfleikinn með AGF sem varamaður en fór meiddur af velli eftir aðeins 15 mínútur. Varamaður hans, Kenny Thorup, skoraði sigurmark Árósaliðsins aðeins tveimur mínútum síðar. Það var Peter Graulund sem skoraði mark Bröndby, jafnaði á 52. mínútu. Bröndby var mun sterkari aðilinn í leiknum en nýtti ekki góð færi á meðan AGF skoraði úr sínum.

Bröndby lék án fimm sterkra leikmanna. Kim Daugaard, Krister Nordin og Magnus Svensson eru allir meiddir og verða ekki með gegn KR en þeir Ruben Bagger og Thomas Lindrup tóku út leikbönn.