EYJAMENN léku sinn 29. heimaleik í deildinni í röð án þess að tapa. Það var í júní 1997 sem Eyjamenn töpuðu síðast á Hásteinsvelli á móti KR í 7. umferð deildarinnar, 1:2.
EYJAMENN léku sinn 29. heimaleik í deildinni í röð án þess að tapa. Það var í júní 1997 sem Eyjamenn töpuðu síðast á Hásteinsvelli á móti KR í 7. umferð deildarinnar, 1:2. Sannarlega góður árangur það því síðasta met áttu Skagamenn, sem var 10 sigrar í röð.

LEIÐINLEGT var að sjá þjálfara Skagamanna, Ólaf Þórðarson, hrópa ókvæðisorð að leikmönnum ÍBV í leiknum. Hver veit nema að þetta sé einhver öfug sálfræði til þess að peppa sína menn upp? En þetta á ekki að sjást hjá eins reynslumiklum leikmanni og þjálfara og Ólafur er.

ÞRJÁ fastamenn vantaði í hóp ÍBV í leiknum. Tómas Ingi Tómasson og Kjartan Antonsson voru í eins leiks banni og Páll Guðmundsson var meiddur. Hjá ÍA vantaði einnig sterkan leikmann því Une Arge var ekki í hópnum vegna meiðsla.

GAMAN var að fylgjast með þulum ÍA útvarpsins í blaðamannastúkunni á Hásteinsvelli. Það var bæjarstjóri Akraness, Gísli Gíslason, sem lýsti leiknum og honum til halds og trausts var Pétur Ottesen bæjarfulltrúi. Heyrðist í Pétri þegar sonur bæjarstjórans, Jóhannes Gíslason, kom inn á í síðari hálfleik að þarna væri sonurinn að sýna eitthvað sem bæjarstjórann hefði aðeins dreymt um að gera fyrir 20 kg og 30 árum.