ÞAÐ getur stundum verið erfitt að vera fyrirliði, sérstaklega þegar maður er bara í 6. flokki og er nýbyrjaður að læra reglurnar. Það fékk hún að reyna ein hnátan á mótinu.

ÞAÐ getur stundum verið erfitt að vera fyrirliði, sérstaklega þegar maður er bara í 6. flokki og er nýbyrjaður að læra reglurnar. Það fékk hún að reyna ein hnátan á mótinu. Þjálfarar hennar völdu hana sem fyrirliða hjá sínu liði, en hún var ekki alveg viss um að hún gæti tekið við stöðunni. Hún var nefnilega líka markmaður. Sú stutta hélt að hlutverk fyrirliða fælist í því að taka allar vítaspyrnur, horn og aukaspyrnur og ef hún þyrfti að standa í því þá gæti voðinn verið vís við markið hennar, sem væri varnarlaust. Þegar búið var að leiðrétta þennan misskilning þá tók sú stutta við fyrirliðastöðunni og stöllur hennar voru fljótar að finna það út að það væri fínt að vera fyrirliði, hún fengi að taka á móti öllum bikurunum!

Hitt markið

Enn af stúlkunum í 6. flokki, sem eru að margra mati skemmtilegustu leikmenn mótsins. Leikgleðin er öllu yfirsterkari og úrslit leikja skipta oftast miklu minna máli. En stundum getur verið erfitt að muna allar reglurnar. Í leik milli ÍA og HK var leikurinn rétt að hefjast eftir leikhlé og Skagastelpurnar geystust í átt að marki enþá hrópaði þjálfarinn, "það er hitt markið, hitt markið!"