Sigrún María og Oddný eiga ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína. Foreldrar Sigrúnar Maríu eru knattspyrnuþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson og handknattleikskonan Herdís Sigurbergsdóttir, sem er systir Heiðu knattspyrnukonu úr Stjörnunni og Oddnýja
Sigrún María og Oddný eiga ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína. Foreldrar Sigrúnar Maríu eru knattspyrnuþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson og handknattleikskonan Herdís Sigurbergsdóttir, sem er systir Heiðu knattspyrnukonu úr Stjörnunni og Oddnýja
Þær voru hressar, frænkurnar Sigrún María Jörundsdóttir og Oddný Sigurbergsdóttir, en þær leika báðar með 6. flokki Stjörnunnar. Þær voru að mæta á mótið í annað sinn og voru mjög ánægðar með mótið.

Þær voru hressar, frænkurnar Sigrún María Jörundsdóttir og Oddný Sigurbergsdóttir, en þær leika báðar með 6. flokki Stjörnunnar. Þær voru að mæta á mótið í annað sinn og voru mjög ánægðar með mótið. "Það er allt mjög gaman, en það er samt skemmtilegast að keppa og við erum búnar að vinna nokkra leiki," sögðu stelpurnar, en Sigrún María leikur með 6-B og Oddný með 6-A. "Okkur finnst mjög gaman í fótbolta og skemmtilegast að skora. Kvöldvökurnar voru líka skemmtilegar. Skari skrípó og Pétur pókus komu og svo dönsuðum við," sögðu þær frænkur.

En var ekki dálítið leiðinlegt að spila fótbolta í rigningunni?

"Við vorum að keppa þegar rigningin byrjaði og hún hætti um leið og leikurinn var búinn. Við vorum rennandi blautar og það var pollur í skónum mínum. Meira að segja nærbuxurnar voru rennandi blautar. Það kom stelpa úr Breiðabliki og hrinti mér í poll og ég varð öll rennandi blaut," sagði Sigrún María, skellihlæjandi og var greinilega ekkert óhress með það að hafa blotnað svona mikið. En þær voru báðar alveg vissar í sinni sök að það væri skemmtilegra að spila fótbolta í sól heldur en rigningu.