Þóra Sif Friðriksdóttir var mjög ánægð með sigurinn í 4. flokki A og var sannfærð um að hún myndi vinna fleiri titla í fótbolta í framtíðinni ásamt stöllum sínum í Breiðabliki.
Þóra Sif Friðriksdóttir var mjög ánægð með sigurinn í 4. flokki A og var sannfærð um að hún myndi vinna fleiri titla í fótbolta í framtíðinni ásamt stöllum sínum í Breiðabliki.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjórði flokkur Breiðabliks stóð sig frábærlega á mótinu. Flokkurinn sigraði í keppni A og B liða, auk þess að lenda í þriðja sæti í 4-B.

Fjórði flokkur Breiðabliks stóð sig frábærlega á mótinu. Flokkurinn sigraði í keppni A og B liða, auk þess að lenda í þriðja sæti í 4-B. Ein þeirra efnilegu knattspyrnustúlkna sem leika með 4-A er Þóra Sif Friðriksdóttir og hún var ánægð með gengi sitt og félaga sinna. "Við erum ekki sérlega góðar á morgnana en okkur hefur gengið betur þegar líða tekur á daginn," sagði Þóra Sif og nefndi dæmi máli sínu til stuðnings.

Þóra Sif var að mæta á sitt fimmta mót og hún var mjög ánægð með mótið að þessu sinni. "Okkur gekk mjög vel núna og unnum alla leikina okkar. Ég hlakka alltaf mikið til þess að koma á mótið og það er nauðsynlegt að hafa það með Íslandsmótinu. Hér erum við saman yfir heila helgi og hittum stelpur úr öðrum félögum."

En eru þetta ekki alltaf sömu stelpurnar sem þið eruð að keppa við?

"Það fer eftir því hvort við erum á yngra eða eldra ári. Núna kepptum við líka við stelpur frá Svíþjóð. Við héldum fyrst að þær væru erfiðar en svo unnum við þær 7:1, en það var samt mjög gaman að fá þær í heimsókn. Mér sýnist að íslensku liðin séu sterkari heldur en þau sænsku, allavega í fjórða flokki," sagði Þóra Sif og var greinilega hæstánægð með að hafa lagt frænkur sínar frá Svíþjóð að velli.