Í leik Rússa og Ítala á EM ungmenna voru spiluð þrjú grönd í suður á báðum borðum. Ítalski sagnhafinn fór tvo niður, en rússneska stúlkan Marina Kelina fékk níu slagi og sérstaka viðurkenningu fyrir handbragðið í mótsblaðinu fyrir "besta úrspil" keppninnar:
Vestur gefur; AV á hættu.
Norður | |
♠D8 | |
♥ K102 | |
♦ Á754 | |
♣ G754 |
Vestur | Austur |
♠10743 | ♠KG2 |
♥DG973 | ♥84 |
♦D86 | ♦K1093 |
♣8 | ♣D1063 |
Suður | |
♠Á965 | |
♥Á65 | |
♦G2 | |
♣ÁK92 |
Vestur | Norður | Austur | Suður |
Pass | Pass | 1 lauf | 1 grand |
Pass | 3 grönd | Pass | Pass |
Pass |
Kelina taldi víst að austur ætti spaðakónginn og ákvað að vinna strax úr lauflitnum. Hún tók hjartadrottninguna heima með ás og svínaði strax hjartatíu. Fór síðan af stað með laufgosann. Austur lagði drottninguna á, Kelina drap og horfði vel og lengi á áttu vesturs. Síðan spilaði hún hjarta á kónginn og lauffjarka úr borði. Ítalinn Biondo lét þristinn án þess að depla auga, en Kelina var viss í sinni sök og setti tvistinn heima. Þar með átti hún fjóra slagi á lauf og níu í allt.
Daninn Martin Schaltz skrifaði um spilið í mótsblaðið og sagðist svo sem ekkert vera hissa á því að Biondo skyldi opna í þriðju hendi á níu punkta; það væri honum líkt, en hins vegar skildi hann ekki hvers vegna hann valdi ekki sterkari litinn - tígulinn!