SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson skoraði eitt marka Walsall sem gerði jafntefli, 3:3, við Rochdale . Þetta var fyrsti leikur Walsall á undirbúningstímabilinu.
JÓHANNES Karl Guðjónsson og félagar í RKC Waalwijk frá Hollandi eru úr leik í Intertoto-keppninni eftir 0:1-ósigur á heimavelli gegn enska liðinu Bradford um helgina. Bradford vann fyrri leikinn 2:0 og mætir Zenit St. Petersburg í 3. umferð.