GENGI hlutabréfa á flestum mörkuðum í Evrópu hækkaði í gær. CAC-40 vísitalan í París hækkaði um 0,6% í 6.502,57 stig og hækkaði gengi bréfa í Renault um 4,8% og gengi bréfa Peugeot hækkaði einnig eða um 3,5%.

GENGI hlutabréfa á flestum mörkuðum í Evrópu hækkaði í gær. CAC-40 vísitalan í París hækkaði um 0,6% í 6.502,57 stig og hækkaði gengi bréfa í Renault um 4,8% og gengi bréfa Peugeot hækkaði einnig eða um 3,5%. FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði lítillega eða um 2,9 stig í 6.382,3 stig. Xetra Dax vísitalan í Frankfurt féll hins vegar um 0,5% og munaði þar mest um að bréf í Deutsche Telekom lækkuðu um 10% í kjölfar frétta um kaup Telekom á bandaríska farsímafyrirtækinu VoiceStream. Nikkei-vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,9% í gær eða í 16.490,27 stig. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig eða um 1,5% í 17.659,69 stig og Straits Times vísitalan í Singapúr lækkaði um 1% eða í 2.104, 12 stig.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,42% í 10.688, 2 stig. Nasdaq lækkaði einnig og nokkru meira eða um 2,74% og S&P 500 lækkaði um 1,02% eða í 1465,13 stig.