Sparisjóður Keflavíkur vann sveit Samvinnuferða/Landsýnar Óvæntustu úrslitin í annarri umferð bikarkeppni Bridssambandsins er án efa sigur Sparisjóðs Keflavíkur á sterkri sveit Samvinnuferða/Landsýnar. Leikurinn var spilaður sl.

Sparisjóður Keflavíkur vann sveit Samvinnuferða/Landsýnar

Óvæntustu úrslitin í annarri umferð bikarkeppni Bridssambandsins er án efa sigur Sparisjóðs Keflavíkur á sterkri sveit Samvinnuferða/Landsýnar.

Leikurinn var spilaður sl. föstudagskvöld og var hörkuspennandi. Suðurnesjamenn byrjuðu betur í fyrstu lotu en SL jafnaði leikinn og gott betur í annarri lotu. Þriðja lotan var svo jöfn og átti SL sex punkta til góða fyrir síðustu 10 spilin. Suðurnesjamenn gáfu ekkert eftir í síðustu lotunni og unnu hana 30-8 og þar með leikinn 94-78.