Scott Ramsey hefur verið einn af lykilmönnunum í velgengni Grindavíkurliðsins í sumar. Hann komst nálægt því að skora í gær, var vinnusamur og átti ágætar sendingar gegn Fram í 3:1 tapleik.

Scott Ramsey hefur verið einn af lykilmönnunum í velgengni Grindavíkurliðsins í sumar. Hann komst nálægt því að skora í gær, var vinnusamur og átti ágætar sendingar gegn Fram í 3:1 tapleik.

"Þetta var einn af þessum leikjum sem ég held við hefðum unnið hefðum við náð að skora á undan þeim. Mér fannst við spila ágætlega þar til þeir skoruðu. Það er erfitt að fá á sig mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks," sagði Scott.

Létuð þið kannski mótlætið fara í skapið á ykkur?

"Við vorum ekki beint pirraðir, því við vorum að spila alveg jafn vel og þeir, en það fór í taugarnar á okkur að þeir skoruðu í lok hálfleiksins. Við höfðum heilan hálfleik til að jafna en það tókst ekki hjá okkur í kvöld."

Hver er lykillinn að velgengni liðsins í sumar?

"Þjálfarinn, það er engin spurning. Við gefum alltaf hundrað prósent á æfingum þannig að svoleiðis komum við líka í leikina. Við spilum boltanum vel á milli okkar ásamt því sem vörnin er góð og það hefur skilað okkur góðum árangri."

Eigið þið möguleika á titlinum?

"Ég tel möguleika okkar jafngóða öðrum því liðin eru öll í hnapp og allir eiga möguleika á að vinna. Það er ekki eitt lið að stinga af heldur er þetta mjög jafnt og aðeins tvö til þrjú stig sem skilja mörg liðanna að. Við reynum að halda fótunum á jörðinni og hugsa um einn leik í einu," sagði Scott.