ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl. 20. Gangan hefst við kirkjuna kl. 20:15 Gengið verður framhjá Klausturhól, um Klifið, yfir Eiðið og síðan með suðurströnd Vestureyjar.

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um Vestureyna.

Farið verður með Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl. 20. Gangan hefst við kirkjuna kl. 20:15 Gengið verður framhjá Klausturhól, um Klifið, yfir Eiðið og síðan með suðurströnd Vestureyjar. Staðnæmst verður á athyglisverðum stöðum, rætt um örnefni og sögu þeirra. Áfangar, listaverk Richards Serra, verða skoðaðir.

Einnig verða tveir steinar skoðaðir, annar með áletrun frá 1810 en hinn frá 1842. Þá eru þarna gömul ból lundaveiðimanna og ýmislegt fleira athyglisvert að sjá. Viðey og örnefni eyjunnar eiga sér skemmtilega sögu og fróðleik, sem reynt verður að draga fram í dagsljósið á göngunni.

Eftir það verður gengið heim að kirkju aftur. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri, einkum til fótanna.

Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn.

Í sumar hefur aðsókn verið mjög góð í Viðey, enda ýmislegt við að vera fyrir alla fjölskylduna. Reiðhjól er hægt að fá lánuð endurgjaldslaust við bryggjusporðinn, hestaleigan er að starfi og veitingahúsið opið. Loks er hægt að tjalda í Viðey án endurgjalds. Þeir sem þess óska þurfa þá að sækja um leyfi til ráðsmanns. Séð verður um að aka farangri frá og að bryggju. Stutt er af tjaldstæðinu á þokkalegar snyrtingar.

Klaustursýningin í Viðeyjarskóla hefur vakið verðskuldaða athygli.

Opið er frá kl. 13.20 til 16.10 virka daga en til kl. 17.10 um helgar. Aðgangur er ókeypis.