EFTIR endurbætur og lagfæringar á gamla bænum á Reynistað í Skagafirði hefur hann nú verið tekinn í notkun á ný. Var það gert við athöfn síðastliðinn sunnudag og var Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðstaddur.
Húsið er eitt af örfáum stafverkshúsum frá 18. öld og stendur enn og erþað heillegasta að sögn Sigríðar Siguðardóttur, safnstjóra í Glaumbæ.
Að lagfæringunum hafa staðið Þjóðminjasafnið og Byggðasafnið í Glaumbæ og styrkti menntamálaráðuneytið verkið einnig. Bæjardyrahúsið verður notað til að vekja athygli á sögu Reynistaðar en húsið stendur skammt frá kirkjunni.