BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong sigraði annað árið í röð á Tour de France-hjólreiðakeppninni. Þjóðverjinn Jan Ullrich varð annar rúmum sex mínútum á eftir Armstrong og þriðji varð Erik Zabel frá Þýskalandi.
BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong sigraði annað árið í röð á Tour de France-hjólreiðakeppninni. Þjóðverjinn Jan Ullrich varð annar rúmum sex mínútum á eftir Armstrong og þriðji varð Erik Zabel frá Þýskalandi. Það eru tíu ár síðan Bandaríkjamanni tókst að vinna keppnina tvö ár í röð en Greg Lemond sigraði árin 1989 og 1990. Armstrong er 28 ára gamall og hefur augastað á að bæta met landa síns, Lemond, sem sigrað hefur þrisvar sinnum í keppninni - til þess þarf Armstrong að bæta við einum sigri. Það tók hann rúma 92 klukkutíma að hjóla keppnisvegalengdina sem er tæplega 3.700 km löng.