Myndin sýnir hluta af liði Hólmara sem tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu í krikket sem haldið var í Stykkishólmi.
Myndin sýnir hluta af liði Hólmara sem tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu í krikket sem haldið var í Stykkishólmi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stykkishólmi -Krikket hefur ekki mikið verið spilað á Íslandi. Þessi íþrótt á mestu fylgi að fagna innan breska heimsveldisins. Eins og menn vita er krikket heldrimannaíþrótt þar sem snyrtimennska og hugprýði ráða ríkjum.
Stykkishólmi -Krikket hefur ekki mikið verið spilað á Íslandi. Þessi íþrótt á mestu fylgi að fagna innan breska heimsveldisins. Eins og menn vita er krikket heldrimannaíþrótt þar sem snyrtimennska og hugprýði ráða ríkjum.

Því var vel til fundið að halda fyrsta Íslandsmótið í krikket í Stykkishólmi. Það fór fram á íþróttavellinum í Stykkishólmi laugardaginn 22. júlí. Tvö lið mættu til leiks, annars vegar Kylfan, Krikketklúbbur Reykjavíkur (KKKR) og hins vegar heimamenn í félaginu Glaumi. Fóru leikar svo að Glaumur bar sigur úr býtum, vann með 60 stigum gegn 49, og allir kylfar beggja liða voru slegnir út eftir 29 lok (over). Glaumsmenn teljast nú fyrstu óopinberu Íslandsmeistarar í krikket.

Kylfan var stofnuð árið 1999 og hefur fjöldi iðkenda farið vaxandi og eru félagsmenn um 30. Félagið hefur verið í sambandi við evrópska Krikketsambandið og fékk félagið sendan útbúnað til krikketiðkunar. Kylfan hefur í framhaldi af því ákveðið að kynna íþróttina úti á landi. Í Stykkishólmi búa einstaklingar sem hafa áhuga á krikket og komu Kylfumenn til Stykkishólms og kenndu reglur og þjálfuðu lið, sem hér var myndað. Kennslan skilaði svo góðum árangri að lærlingarnir sigruðu þjálfarana á fyrsta Íslandsmótinu. Það er greinilegt að góður efniviður fyrirfinnst í Stykkishólmi til eflingar krikket og vonandi verður framhald á glæstum árangri.

Nú verður haldið áfram að kynna krikket á Íslandi með það að markmiði að sjá megi fleiri lið á næsta Íslandsmóti.