2. september 2000 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Össur hf. kaupir Skóstofuna ehf.

Í GÆR var undirritaður samningur um kaup Össurar hf. á Skóstofunni ehf., Dunhaga. Í tilkynningu frá Össuri hf.
Í GÆR var undirritaður samningur um kaup Össurar hf. á Skóstofunni ehf., Dunhaga. Í tilkynningu frá Össuri hf. segir að tilgangurinn með kaupunum sé að efla og víkka út þjónustu innanlandsdeildar fyrirtækisins á sviði stoðtækjasmíða, skósmíða, innleggjagerðar og göngugreiningar.

Samningurinn nær til kaupa á vélbúnaði, tæknibúnaði og birgðum Skóstofunnar ehf., ásamt því að Össur hf. tekur yfir samninga við Tryggingastofnun ríkisins um sérgerða og aðlagaða skó. Í samningnum er einnig gert ráð fyrir að eigendur Skóstofunnar ehf. komi til starfa hjá Össuri hf. Í tilkynningunni segir að með tilkomu eigenda Skóstofunnar í starfslið Össurar verði þar með enn frekari stækkun á hópi faglegra starfsmanna hjá innanlandsdeild fyrirtækisins.

Kaupverðið er 15 milljónir króna og greiðist með hlutabréfum í Össuri hf., auk 5 milljóna króna sem koma til greiðslu á næstu 3 árum, verði sölu- og hagnaðarmarkmiðum fullnægt. Samningurinn mun taka gildi 2. október næstkomandi og leggst starfsemi Skóstofunnar ehf. á Dunhaga af í núverandi mynd.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.