Leiðrétting Í grein eftir Hope Knudson, "Öðru vísi ferming", sem birtist í blaðinu í gær, féll niður setningarhluti þarsem upp eru taldir þeir málaflokkar sem kenndir eru á námskeiði til undirbúnings borgaralegrar fermingar.

Leiðrétting Í grein eftir Hope Knudson, "Öðru vísi ferming", sem birtist í blaðinu í gær, féll niður setningarhluti þarsem upp eru taldir þeir málaflokkar sem kenndir eru á námskeiði til undirbúnings borgaralegrar fermingar. Rétt er setningin svona: Vikulegir fyrirlestrar og umræður hafa verið um eftirtalda málaflokka: Siðfræði, lífsskoðanir, samskipti foreldra og unglinga, rétt ungmenna í samfélaginu, mannréttindi, jafnrétti, samskipti kynjanna, friðarfræðslu, umhverfismál, vímuefni og virka þátttöku í samfélaginu.