Fóðurstöðin á Dalvík: Heildarkröfur í þrota búið nema um 25 millj. kr. Búið á um 10 milljónir útistandandi hjá loðdýrabændum HEILDARKRÖFUR í þrotabú Fóðurstöðvarinnar á Dalvík nema um 25 milljónum króna.

Fóðurstöðin á Dalvík: Heildarkröfur í þrota búið nema um 25 millj. kr. Búið á um 10 milljónir útistandandi hjá loðdýrabændum

HEILDARKRÖFUR í þrotabú Fóðurstöðvarinnar á Dalvík nema um 25 milljónum króna. Stærsta krafan er frá Byggðastofnun, tæpar 9 milljónir króna. Flestar eignir búsins voru seldar á uppboði í júní, en þrotabúið á einnig útistandandi skuldir að upphæð um 10 milljónir króna, en óvissa ríkir varðandi innheimtuna.

Samtals var lýst almennum kröfum í búið að upphæð tæpar 20 milljónir króna og forgangskröfum að fjárhæð 1,7 milljónum króna. Veðkröfum utan skuldaraðar þarf ekki að lýsa, en Arnar Sigfússon skiptaráðandi taldi að þær gætu numið 4-5 milljónum króna. Hann sagði að eftir væri að taka afstöðu til fáeinna krafna og verið gæti að heildarupphæðin lækkaði nokkuð. Það yrði þó ekki umtalsvert.

Byggðastofnun lýst 8,8 milljón króna kröfu í búið, Búnaðarbankinn 3,2 milljónum, Vátryggingafélag Íslands 2,7 milljónum og innheimtumaður ríkissjóðs kröfu að upphæð 2,5 milljónir króna.

Eignir búsins, fjórir bílar og tæki til fóðurframleiðslu, voru seldar á uppboði í júní og fengust fyrir þær 3,5 milljónir. Félagið átti ekki fasteign.

Útistandandi kröfur samkvæmt bókhaldi nema um það bil 10 milljónum króna. Flestir skuldara eru bændur og sagði Arnar óvíst hversu mikið af því innheimtist vegna slæmrar stöðu loðdýraræktarinnar.