Útgerðarfélag Akureyringa: Markaðsútboð hlutabréfa að nafnvirði rúmlega 24 milljónir hefst í dag Bréfin seld á genginu 3,0 og hámark einstakra kaupenda verður 300 þúsund.

Útgerðarfélag Akureyringa: Markaðsútboð hlutabréfa að nafnvirði rúmlega 24 milljónir hefst í dag Bréfin seld á genginu 3,0 og hámark einstakra kaupenda verður 300 þúsund.

MARKAÐSÚTBOÐ hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akureyringa hefst í dag, fimmtudag og verða þá boðin út hlutabréf að nafnvirði 24.269.350 krónur. Upphafssölugengi hefur verið ákveðið 3,0. Stjórn félagsins hefur einnig ákveðið að hámark þess hlutafjár sem einstakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 300 þúsund krónur að nafnverði.

Á aðalfundi félagsins í apríl sl. var samþykkt að auka hlutafé félagsins um rúmar 100 milljónir þannig að það verði samtals 430 milljónir. Hlutafé að nafnvirði 50 milljónir verða boðnar í fyrstu og var nýttur forkaupsréttur að rúmum helmingi bréfanna, þannig að nú verða boðin til sölu á almennum markaði hlutabréf að nafnvirði rúmar 24 milljónir króna.

Stjórn ÚA hefur ákveðið, að hámark þess hlutafjár sem einstakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 300 þúsund krónur að nafnverði. Óskir um hlutabréfakaup, sem berast frá og með deginum í dag og fram til 21. september verða afgreiddar 24. september. Ef samanlagðar óskir um hlutabréfakaup á þessu tímabili nema hærri fjárhæð en til sölu erí útboðinu verður hverjum umsækjanda úthlutað kauprétti hlutfallslega. Óskir kaupenda sem berast eftir 21. september verða aðeins afgreiddar ef einhverjum hlutabréfum er óráðstafað.

Nýtt hlutafé verður notað tilendurnýjunar á framleiðslutækjum, til að auka aflaheimildir og til að auka veltufjárhlutfall fyrirtækisins.

Útgerðarfélag Akureyringa hefur skilað hagnaði sjö undanfarin ár. Samkvæmt milliuppgjöri þessa árs er hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta um 113 milljónir króna og í rekstraráætlun ársins er gert ráð fyrir um 128 milljón króna hagnaði fyrir skatta. Hagnaður síðasta árs var rúm 91 milljón króna.

ÚA er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, það rekur sjö togara, þar af tvö frystitogara. Í fiskiðjuveri er stunduð freðfisk- saltfisk og skreiðarverkun, auk þess sem þar er verkaður hákarl og framleiddur harðfiskur og ís fyrirskip. Að jafnaði starfa um 450 manns hjá félaginu, um 120 sjómenn, 260 og um 70 í stoðdeildum.