Bókmenntaráðstefna í Þrándheimi: Óræð ásjóna módernismans Seinni grein Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Víða var drepið á skáldskap Edith Södergran í máli fyrirlesaranna.

Bókmenntaráðstefna í Þrándheimi: Óræð ásjóna módernismans Seinni grein Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Víða var drepið á skáldskap Edith Södergran í máli fyrirlesaranna. Randi Moen Lange frá háskólanum í Bologna, fjallaði í fyrirlestri sínum um heimsmynd í ljóðum hennar. Ljóðlist Edith Södergran er stöðug leit að andlegum heimkynnum, tilveru sem býður upp á alheimslega sjálfsþekkingu og er laus við efa og svíma. Samkvæmt Moen Lange leitar Södergran svara við gátum tilverunnar í hinu rómantíska og fjarræna, hún leitar að "veginum til landsins sem ekki er". Og einn miðlægasti þátturinn í þessari leit er ástin: "Ég er sá sem þú elskar, ætíð munt elska" (Nóvembermorg unn).

Joanna Bankier frá Svíþjóð talaði um tímaskilning í ljóðlist Tomas Tranströmer. Hún varpaði ljósi á þennan þátt í ljóðum hans með hliðsjón af sænskum og bandarískum nútímaljóðum. Í upphafi gerði hún athugasemd við venjubundinn skilning á tímahugtakinu, þ.e. að í vestrænni heimspeki og vísindum væri tíminn línulegt, niðurnjörvað og niðursneitt fyrirbrigði. Þrátt fyrir þetta væri tímaskynjun eitt af miðlægum viðfangsefnum skálda, allt frá Marcel Proust til T.S. Eliot.

Í fyrstu bókum Tranströmers er tekist á við tímahugtakið og niðurstaðan þar er hinn hringlaga tími eins og hann þekkist t.d. í fræðum gyðinga. Samkvæmt Bankier er opinberun af einhverju tagi oft kjarninn í ljóðum Tranströmers, hann teflir saman hringlaga tímaog augnabliki opinberunarinnar. Bankier dró í lokin þá ályktun að tímahugtakið í ljóðlist Tranström ers væri yfirleitt afstætt og sjaldnast línulegt. Ljóð hans stefni oft saman ýmsum þáttum fortíðar og nútíðar, nálægðar og fjarlægðar, fyrirbærum sem virðast ekki geta átt saman en gera það samt.

Fleiri ræddu skáldskap Tranströmers. Meðal þeirra var Torsten Rönnerstrand frá háskólanum í Umeå. Í erindi sínu bar hann saman afstöðu Tranströmers og póststrúktúralista níunda áratugarins til tungumálsins. Þótt Tranströmer hafi viðurkennt vanmátt tungumálsins sem tjáningar tækis þá sýnist Rönnerstrand yfirlýsing hans ekki fela í sér samsömun við viðhorf efasemdarskálda seinustu ára. Hjá ungum skáldum níunda áratugarins er vantrú á notkun myndmáls afar áberandi. Þrátt fyrir vantrú á mátt orðanna er myndvísi samt afar ríkur þáttur í ljóðum Tranströmers - sem að mati Rönnerstrand sýnir einmitt alvarlega viðleitni skáldsins til að vinna bug á takmörkunum tungunnar.

Brian Johnston er prófessor við Carnegie Mellon-háskóla í Pittsburgh. Hann ræddi í ítarlegum fyrirlestri um sögu módernismans í norrænum bókmenntum. Andstætt Torben Broström lagði hann áherslu á frumkvæði og frumleika norrænna módernista. Þrátt fyrir að hafa tekið við áhrifum frá öðrum og stærri menningarsamfélögum (Þýskalandi, Englandi, Frakklandi) þá mætti rekja upphaf módernískra strauma til norrænna stórskálda eins og Strindbergs og Ibsens. Og það er einmitt Ibsen sem Johnston setti á sama bekk og Nietzsche, taldi að sá fyrrnefndi væri sambærilegur páfi í norrænum módernisma og hinn síðarnefndi er í þeim þýska.

Í öðru atriði kallaðist fyrirlestur Johnstons fróðlega á við fyrirlestur Broströms. Andstætt Broström taldi Johnston symbólismann vera mikilvægan aðdraganda, og jafnvel upphaf módernismans. Í þessu samhengi ræddi hann sérstaklega leikverk Ibsens, Villiöndina og Brúðuheimilið.

Walther Baumgartner, prófessor við háskólann í Bochum í V-Þýska landi, hélt einn frumlegasta fyrirlesturinn sem hann nefndi einfaldlega "Djass og ljóðlist" (Jazz