Doktorsritgerð um íslenska kvennabaráttu SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir lauk nýlega doktorsprófi í mannfræði frá Rochester-háskóla í New York. Fór doktorsvörnin fram 26. júlí sl. og voru andmælendur prófessor Brenda Mehan-Waters, prófessor Walter Sangree...

Doktorsritgerð um íslenska kvennabaráttu

SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir lauk nýlega doktorsprófi í mannfræði frá Rochester-háskóla í New York. Fór doktorsvörnin fram 26. júlí sl. og voru andmælendur prófessor Brenda Mehan-Waters, prófessor Walter Sangree, prófessor Nan Johnson og prófessor Mary Young.

Doktorsritgerðin, sem er 355 bls. að lengd, nefnist Doing and Becom ing: Women's Movements and Women's Personhood in Iceland 18701990. Hún fjallar um hugmyndir og baráttuaðferðir í íslenskri kvennabaráttu frá upphafi. Rakin eru áhrif þjóðfélagsbreytinga og menningarlegrar fastheldni á tilurð og þróun réttindabaráttu íslenskra kvenna. Jafnframt er fjallað um á hvern hátt konur leitast við að endurskapa per sónuímynd kvenna með réttindabaráttu sinni og umskapa um leið íslenskt þjóðfélag. Til viðbótar við efnislegar niðurstöður er í ritgerðinni þróað nýtt hugtakakerfi til greiningar á sambærilegum viðfangsefnum. Leiðbeinandi við rannsóknir og ritun var prófessor Alfred Harris við mannfræðideild Rochester-háskóla.

Sigríður Dúna er dóttir hjónanna Sigríðar Júlíusdóttur og Kristmundar E. Jónssonar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum íReykjavík 1972 og BSc prófi í mannfræði frá The London School of Economics and Political Science 1975. Hún stundaði framhaldsnám í mannfræði við L'Université de Paris VII 1976-1977 og við Rochester-háskóla 1977-1979 og lauk þaðan MA-prófi og fyrrihluta doktorsprófs 1979. Frá 1980 til 1984 var Sigríður Dúna stundakennari í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og frá 1983 til 1987 þingmaður Reykvíkinga fyrir Kvennalista. Hún hefur nú verið ráðin lektor í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Sigríður Dúna á eitt barn, Ragnar 12 ára. Eiginmaður hennar er Friðrik Sophusson, alþingismaður.

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.