Evrópustefnunefnd til fundahalda í útlöndum Evrópustefnunefnd Alþingis heldur af stað í ferð til Kaupmannahafnar og Brussel fimmtudaginn 13. september.

Evrópustefnunefnd til fundahalda í útlöndum Evrópustefnunefnd Alþingis heldur af stað í ferð til Kaupmannahafnar og Brussel fimmtudaginn 13. september. Nefndin mun í Kaupmannahöfn ræða við EB-nefnd danska þjóðþingsins um viðhorf Dana til viðræðna EFTA og EB, sameiginlega markaðar EB og um ýmis önnur málefni er snerta Ísland, Norðurlöndin og EB sérstaklega. Einnig mun Evrópustefnunefnd kynna sér reynslu dönsku EB-nefndarinnar af meðferð mála hjá danska þinginu samhliða málsmeðferð og ákvarðanatöku hjá Evrópubandalaginu.

Í Brussel mun nefndin meðalannars hitta að máli Henning Christophersen, varaforseta framkvæmdastjórnar EB, og Robert Cohen, skrifstofustjóra EFTA-mál efna við utanríkisviðskiptaskrif stofu framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. Einnig mun nefndin eiga fundi með þingmönnum úr utanríkisviðskiptanefnd og fiskimálanefnd Evrópubandalagsins og ræða við þingmenn er sérstaklega hafa unnið að pólitísku samstarfi og varnar- og öryggismálum innan EB. Ennfremur heldur Evrópustefnunefnd fund með sendiherrum EFTA-ríkja hjá Evrópubandalaginu.

Í Evrópustefnunefnd sitja: Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður, Ásgeir Hannes Eiríksson, Eiður Guðnason, Guðmundur H. Garðarsson, Guðmundur G.Þórarinsson, Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Páll Pétursson og Ragnhildur Helgadóttir,