Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum komin út hjá BAB BÓK ágústmánaðar í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins var Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum eftir John Le Carré, sem Almenna bókafélagið gaf fyrst út vorið 1965 í Þýðingu Páls Skúlasonar.

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum komin út hjá BAB

BÓK ágústmánaðar í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins var Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum eftir John Le Carré, sem Almenna bókafélagið gaf fyrst út vorið 1965 í Þýðingu Páls Skúlasonar.

Í fréttatilkynningu AB segir m.a: "Þessi sígilda njósnasaga hefur verið endurútgefin víða um heim að undanförnu. Hér eins og annarsstaðar birtist bókin með nýjum eftirmála John Le Carré þar sem hann fjallar um tímana sem söguefni hans spratt upp úr, hvernig þessi bók, sem hann skrifaði á sex vikum, breytti lífi hans og rekur sögusagnir sem komust á kreik um að hannværi sjálfur stórhættulegur njósnari."

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum er 202 bls. Setningu annaðist Hrafn Arnórsson, umbrot Ritsmiðjan, kápu hannaði Örn Guðnason en bókin var prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda.