Keenan telur að Waite sé enn á lífi London. Daily Telegraph.

Keenan telur að Waite sé enn á lífi London. Daily Telegraph.

BRIAN Keenan sem nýlega var sleppt úr gíslingu í Beirút sagði í sjónvarpsviðtali á mánudag, að Terry Waite, sendiboði erkibiskupsins af Kantaraborg, væri á lífi en líklega veikur í einangrun í Beirút. Mannræningjar náðu Waite á sitt vald í janúar 1987.

Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Keenan fékk frelsi. Í viðtalinu á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi skýrði hann í fyrsta sinn frá því að hann hefði einhverja vitneskju um Waite. Þegar Keenan var spurður beint að því, hvort hann vissi eitthvað um örlög Waites svaraði hann: "Ég veit að hann er á lífi. Ég held að hann sé veikur. Ég veit að hann hefur verið veikur. Ég held ekki að það sé alvarlegt, hann hóstar mikið, hóstar mikið á nóttunni. Ég hef heyrt verðina ávarpa hann sem Terry, þeir ávörpuðu okkur alla með skírnar nöfnum. Alltaf þegar þeir komu með mat í herbergið, þar sem við John [McCarthy] vorum, var einnig farið með mat í annað herbergi. Við heyrðum hann fara á salernið og aftur inní herbergi sitt."

Keenan sagði einnig, að í gegnum glufu undir hurðinni á herberginu þar sem hann og McCarthy voru íhaldi hefði hann getað séð fæturna á "stórum manni" fara framhjá. Hann sagði: "Þetta var Evrópubúi, ég heyrði hann tala ensku. Ég var hlekkjaður mjög nálægt dyrunum sem voru næstar hans dyrum. Ég heyrði hann biðja um eitthvað. Ég man sérstaklega eftir því að hann bað um kerti, en þeir neituðu því. Hann bað einnig um vatn, sem hann fékk."

Í orðsendingu til Waite-fjölskyld unnar sagðist Keenan viss um að Waite hefði ekki sætt barsmíðum. Hann sagði að hann væri einn í haldi og væri ef til vill aðeins með inflúensu eða slæmt kvef. "Ég vil að fjölskylda Waites sé vongóð," segir Keenan.

Reuter

Terry Waite