21. september 2000 | Íþróttir | 259 orð

Hafsteini Ægir Geirsson fékk ekki byr...

Hafsteini Ægir Geirsson fékk ekki byr í seglin á fyrsta keppnisdegi sínum af sex í siglingum á Laserkænu. Farnar voru tvær umferðir í gær og rak Hafsteinn lestina af 43 keppendum í þeim báðum og skipti þar mestu að hann varð fyrir óhappi á báðum hringum.
Hafsteini Ægir Geirsson fékk ekki byr í seglin á fyrsta keppnisdegi sínum af sex í siglingum á Laserkænu. Farnar voru tvær umferðir í gær og rak Hafsteinn lestina af 43 keppendum í þeim báðum og skipti þar mestu að hann varð fyrir óhappi á báðum hringum.

Á fyrri hring varð hann fyrir því að lenda í samstuði við einn andstæðinga sinn og þar sem Hafsteinn var hinn seki varð hann að taka út refsingu með því að sigla tvo hringi um sjálfan sig. Við það missti hann nokkuð af lestinni. Á síðari hring velti Hafsteinn kænu sinni á síðasta lensilegg og tapaði verulegum tíma.

"Burt séð frá óhöppunum þá er ég alls ekki ósáttur við hvernig Hafsteinn sigldi að þessu sinni," sagði Birgir Ara Hilmarssonar, flokksstjóri í siglingum. Hann sagði ástæðuna fyrir veltunni á síðasta lensileggnum vera fyrst og fremst þá að mjög misvindasamt var á hafnarsvæðinu þar sem bátarnir sigldu.

"Flotinn er mjög þéttur eftir tvær umferðir og Hafsteinn hefur alla möguleika á að bæta stöðu sína, hann er ekkert langt á eftir næstu mönnum.

Það munar þessum óhppum sem hann varð fyrir, við það tapaði Hafsteinn verulegum tíma. En það eru fimm dagar eftir af keppninni og hann kemur reynslunni ríkari til leiks á næsta keppnisdegi á morgun. Það var ekkert nema eðlilegt að Hafsteinn væri svolítið spenntur við upphaf keppninnar enda stóra stundin loksins runnin upp," sagði Birgir.

Brasilíumaður er í efsta sæti eftir hringina tvo, hefur þrjú stig.

Austurríkismaður og Slóveni eru jafnir í öðru sæti og þá kemur Svíi.

Ívar Benediktsson skrifar frá Sydney

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.