Úrgangur frá V-Þýskalandi endurunninn í Dounreay GERÐUR hefur verið samningur milli kjarnorkuendurvinslustöðvarinn ar í Dounreay á Skotlandi og kjarnorkuvers í Vestur-Þýskalandi um endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi frá tilraunaeldiskljúfi í verinu.

Úrgangur frá V-Þýskalandi endurunninn í Dounreay

GERÐUR hefur verið samningur milli kjarnorkuendurvinslustöðvarinn ar í Dounreay á Skotlandi og kjarnorkuvers í Vestur-Þýskalandi um endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi frá tilraunaeldiskljúfi í verinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtök er sérhæfa sig í því að miðla upplýsingum um málefni tengd kjarnorkuiðnaðinum í Norður-Evrópu ("North European Nuclear Information Group") dreifðu til fjölmiðla í gær. Í fréttatilkynningunni segir að þetta sé fyrsti samningurinn sem Dounreay-verið gerir um slíka endurvinnslu en í ráði sé að ná samningum um endurvinnslu á úrgangi frá 50 kjarnakljúfum víða um heim. Kveðast samtökin hafa heimildir fyrir því að úrgangurinn verði fluttur sjóleiðina til Bretlands. Segja samtökin samning þennan lýsa hróplegu ábyrgðarleysi; mengunarhættan sé mikli auk þess sem endurvinnslan sé ástæðulaus.