Bygging íþróttahallar og skóla: Kostnaðarhluti Kópavogsbæjar er allt að 880 milljónir króna ­ segir Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs KÓPAVOGSBÆR þarf að sögn Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs Kópavogs, að greiða allt að 880 milljónum...

Bygging íþróttahallar og skóla: Kostnaðarhluti Kópavogsbæjar er allt að 880 milljónir króna ­ segir Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs

KÓPAVOGSBÆR þarf að sögn Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs Kópavogs, að greiða allt að 880 milljónum króna fyrir væntanlega íþróttahöll ásamt áföstum skóla og tilheyrandi mannvirkjum, sé tekið mið af endurskoðuðum áætlunum um stækkun hússins, sem fyrirhugað er að reisa þar vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik 1985. Áætlaður byggingarkostnaður er nú 1.137 milljónir króna, en fyrri áætlun gerði ráðfyrir 954 milljóna króna kostnaði, og er því mismunurinn 183 milljónir króna.

Skýrsla um endurskoðaðar áætlanir um stærð hússins og kostnað við stækkun þess svo þar rúmist sjö þúsund áhorfendur var lögð fram í nefnd um íþróttahús í gær, en skýrslan er unnin af Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf.

Gunnar Birgisson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar gert sé ráð fyrir frádráttarliðum vegna byggingarkostnaðarins, sem eru ríkisframlag, þar af 300 milljónir vegna íþróttahússins og 85 milljónir króna frá UBK, sé kostnaðarhlutur Kópavogs af mannvirkjagerðinni 650 til 760 milljónir króna, eftir því hvernig óvissuþættir séu reiknaðir. Væri einnig reiknað með fjármagnskostnaði og 10% óvissuút reikningum ásamt öðru gæti kostnaður Kópavogsbæjar orðið 880 milljónir króna.

Hann sagði þetta vera allt of dýrt, og því væri hafin leit að öðrum ódýrari lausnum, auk þess sem endurskoða þyrfti samninginn við ríkið, þar sem fyrirliggjandi niðurstöður sýndu að hann væri mjög óhagstæður Kópavogi.

Að sögn Gunnars verður staðið við gefin fyrirheit um byggingu íþróttahússins, og nú sé verið að kanna notkunarmöguleika fyrir húsið eftir heimsmeistarakeppnina.

Sjá nánar á miðopnu.