Formaður KÍ: Ekki kennara að innheimta efnisgjald SVANHILDUR Kaaber, formaður Kennarasambands Íslands, telur það ekki í verkahring kennara að innheimta efnisgjald af nemendum. Kennurum sem spyrji sambandið um skyldur sínar í þessum efnum sé bent á þetta.

Formaður KÍ: Ekki kennara að innheimta efnisgjald

SVANHILDUR Kaaber, formaður Kennarasambands Íslands, telur það ekki í verkahring kennara að innheimta efnisgjald af nemendum. Kennurum sem spyrji sambandið um skyldur sínar í þessum efnum sé bent á þetta.

"Við teljum það koma skýrt framí lögum, eins og álit umboðsmanns staðfestir, að skólaganga nemenda í grunnskólum eigi að vera þeim að kostnaðarlausu," segir Svanhildur. "Það er sveitarfélaga að standa undir efniskostnaði og ríkisins að standa straum af kostnaði við námsbækur. Námsgagnastofnun hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn á fjárlögum til að sinna sínum verkefnum samkvæmt lögum."