Tveggja flugvéla með 24 mönnum innanborðs er enn saknað FLUGVÉLANNA tveggja sem týndust á leið til Kanada í fyrradag er enn saknað með 24 mönnum.

Tveggja flugvéla með 24 mönnum innanborðs er enn saknað

FLUGVÉLANNA tveggja sem týndust á leið til Kanada í fyrradag er enn saknað með 24 mönnum. Leit 12 flugvéla og 6 skipa á 300 þúsund fermílna svæði við austurströnd Kanada, að Boeing 727 þotunni, sem hvarf eldsneyt islaus með 16 Perúmönnum, þriggja manna áhöfn og 13 farþegum, um 180 mílur suðaustur af Nýfundnalandi á leið þangað frá Keflavíkurflugvelli, bar engan árangur. Walter Chipchase, major, sem starfar í björgunarmiðstöðinni í Halifax þaðan sem leitinni er stjórnað, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri ljóst að um borð í þotunni hafi verið 16 manns, en í fyrrakvöld var sú tala nokkuð á reiki og ýmist talað um 15 eða 18 manns.

Þá sagði hann að þegar vélin hvarf, um einni og hálfri klukkustund eftir upphaflega áætlaðan lendingartíma hennar á Nýfundnalandi, hafi hún verið utan sjónsviðs ratsjár og að fjarskipti hennar við flugumferðarstjórnina í Kanada hefðu farið fram fyrir milligöngu tveggja annarra flugvéla. Komið hefur í ljós að merkjasendingar sem gervihnöttur nam skömmu eftir að þotunnar var saknað komu ekki frá henni. Chipchase sagði að auk fyrrgreindra ráðstafana hefði þeim tilmælum verið beint til allra kaupskipa sem leið eiga um leitarsvæðið um að þau svipist eftir ummerkjum um þotuna. Kanadíska sjónvarpið sagði í gær að meðal farþeganna væri barn og að minnsta kosti þrjár konur.

Tveggja hreyfla Cessna-þota grænlenska flugfélagsins Nuuna er einnig saknað síðan í fyrradag með 8 mönnum, 2 dönskum flugmönnum og samkvæmt óstaðfestum heimildum 6 kanadískum farþegum. Vélin hvarf á leið milli Syðri-Straumfjarðar og Gæsaflóa í Kanada. Í gærkvöldi var talið að vélin hafi brotlent á fjallinu Sykur toppi á Grænlandi en hún var ófundin.

Þær upplýsingar sem hér á landi var að finna um ferðir Boeingþotunnar voru í gær sendar kanadískum yfirvöldum. Að sögn Guðmundar Matthíassonar framkvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn ber tilkynning um búnað vélarinnar í flugáætlun það með sér að hún hafi ekki verið búin flugleiðsögutækjum til að fljúga yfir 28 þúsund feta hæð, sem ekkert bendi til að hún hafi gert, en þann útbúnað hafi flestar þær þotur sem fljúgi reglulega yfir höfin. Hins vegar sé ekki óalgengt að hann vanti í þotur sem aðeins fari yfir hafið í ferjuflugi. Guðmundur kvaðst telja að skortur á þessum búnaði ætti ekki að koma að sök ef allt annað væri í lagi og taldi erfitt að fullyrða um hvað gæti hafa valdið villu flugstjórans.

Talsmaður Boeins-verksmiðj anna sagði í gær að Boeing 727 þotan væri hönnuð með það í huga að geta magalent á sjó og að hún gæti haldist á floti í nokkrar klukkustundir þannig að mögulegt væri fyrir þá sem í henni væru að komast í björgunarbáta.