Menntamálaráðherra kærður til Jafnréttisráðs TVEIR konur hafa kært Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, til Jafnréttisráðs vegna ráðningu Jóns Hjartarsonar í embætti fræðslustjóra Suðurlandsumdæmis í júlímánuði.

Menntamálaráðherra kærður til Jafnréttisráðs

TVEIR konur hafa kært Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, til Jafnréttisráðs vegna ráðningu Jóns Hjartarsonar í embætti fræðslustjóra Suðurlandsumdæmis í júlímánuði.

Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, segir tvær kærur hafa borist ráðinu í lok ágúst. Er önnur frá Sigurlínu Sveinbjarnardóttur en hin frá Pálínu Snorradóttur sem báðar voru meðal margra umsækjenda um fræðslu stjórastöðuna. Þær eru báðar kennarar að mennt með viðbótarmenntun. Sigurlína er framkvæmdastjóri nefndar til undirbúnings ráðstefnu um umhverfisfræðslu og Pálína er yfirkennari við Grunnskólann í Hveragerði.

Málið var nýlega tekið fyrir á fundi hjá Jafnréttisráði og á þriðjudag sendi ráðið menntamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjölda umsækjenda, menntun þeirra og starfsreynslu. Einnig er spurt um hvað hafi ráðið því að ráðið var í stöðuna eins og gert var. Elsa sagði algengt að um þrjár vikur tæki að fá svarbréf frá atvinnurekendum og bjóst því ekki við að málið yrði tekið fyrir aftur hjá Jafnréttisráði fyrr en um miðjan október.