Vestmanneyingar vilja undanþágu frá reglugerð um vigtun sjávarafla: Viðunandi lausn liggur ekki á borðinu "VIÐ ERUM að leita lausna í þessu máli og það leysist á næstu dögum.

Vestmanneyingar vilja undanþágu frá reglugerð um vigtun sjávarafla: Viðunandi lausn liggur ekki á borðinu "VIÐ ERUM að leita lausna í þessu máli og það leysist á næstu dögum. ?msar hugmyndir eru ræddar en viðunandi lausn liggur ekki á borðinu eins og er," segir Arndís Steinþórsdóttir, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum eruað kanna hvort hægt sé að fá undanþágu frá reglugerð um að allan afla skuli vigta í löndunarhöfn. Hægt er að svipta skip veiðileyfi ef þau fara ekki eftir reglugerðinni.

Vestmannaeyjabátar, sem selja afla sinn á Fiskmarkaði Suðurnesja, vilja fá undanþágu, þar sem aflinn sé vigtaður hvort eð er á hafnarvoginni í Grindavík og af löggiltum vigtarmönnum á fiskmarkaðinum. Það fari illa með aflann að vigta hann þrisvar, auk þess sem það hafi verulegt óhagræði í för með sér, en aflanum hefur verið umskipað úr bátunum beint um borð í flutningaskip í Vestmannaeyjahöfn.

Arndís Steinþórsdóttir segir að veiðieftirlitsmaður fylgist nú nákvæmlega með því hversu mikið magn og hvaða tegundir fari frá Vestmannaeyjum á fiskmarkaðinn og hverjir eigi aflann.