Fyrirtæki Um 40 m.kr. hagnaður hjá Hampiðjunni - fyrstu 7 mánuði ársins UM 40 milljóna hagnaður varð hjá Hampiðjunni fyrstu 7 mánuði ársins samkvæmt milliuppgjöri og er það mun betri afkoma en á síðastliðnu ári.

Fyrirtæki Um 40 m.kr. hagnaður hjá Hampiðjunni - fyrstu 7 mánuði ársins

UM 40 milljóna hagnaður varð hjá Hampiðjunni fyrstu 7 mánuði ársins samkvæmt milliuppgjöri og er það mun betri afkoma en á síðastliðnu ári. Þá nam hreinn hagnaður aðeins 4,5 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var í lok júlí rúm 42% og hafði hækkað meðal annars vegna sölu á 20 milljóna nýju hlutafé að nafnvirði.

Í greinargerð sem Talnakönnun hf. hefur tekið saman um um rekstur og stöðu Hampiðjunnar kemur fram að vænta megi þess að framkvæmdir fyrirtækisins í Portúgal muni bæta samkeppnisstöðu þess. Verðstríð hafi geisað á trollneta markaði en talið sé að verðhækkun sé fyrirsjáanleg vegna átakanna við Persaflóa.

Í yfirliti Talnakönnunar kemur fram að eigð fé var í lok júlí 523 milljónir króna. Rekstrartekjur námu alls 487 milljónum fyrstu sjö mánuði ársins og rekstrargjöld 459 milljónum.