Tölvur Hugbúnaðarfélag Íslands hf. stofnað um tölvuvæðingu heilbrigðiskerfisins Hugbúnaðarkerfið Starri þegar í notkun í einni heilsugæslustöð Nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, Húgbúnaðarfélag Íslands hf., hefurverið stofnað í Reykjavík og hyggst félagið leggja...

Tölvur Hugbúnaðarfélag Íslands hf. stofnað um tölvuvæðingu heilbrigðiskerfisins Hugbúnaðarkerfið Starri þegar í notkun í einni heilsugæslustöð Nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, Húgbúnaðarfélag Íslands hf., hefurverið stofnað í Reykjavík og hyggst félagið leggja sérstaka áherslu á tölvuvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins og ráðgjafarstarfsemi á því sviði. Stofnun félagsins er ávöxtur af 5 ára samstarfsverkefni hugbúnaðarfyrirtækisins Hugtaks hf. og heilsugæslunnar Álftamýri, einkum læknanna Ólafs Mixa og Sigurðar Arnar Hektorssonar, viðað aðlaga og þróa bandaríska hugbúnaðarkerfið Costar frá Harvard Community Health Care Plan og Massachusetts General Hospital.

Hugbúnaðarkerfið, sem hlotið hefur nafnið Starri á íslensku, hefur verið í fullri notkun í Heilsugæslunni Álftamýri frá 1. júlí 1989. Kerfið skráir samskipti allra lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á heilsugæslustöðvum auk annarrar heilsufars legrar skráningar. Kerfið verður einnig unnt að nota á öllum sjúkrahúsum landsins. Í frétt frá félaginu segir að ljóst sé að Starri spari mikla vinnu og fyrirhöfn, en með tölvuskráningu sé unnt að ná fram verulegum sparnaði í heilbrigðiskerfinu, án þess að beita niðurskurði.

Við þróun kerfisins hefur verið fylgt stöðlum Landlæknis, Heilbrigðisráðuneytis, Félags íslenskra heimilislækna og Alþjóðasamtaka heimilislækna (WONCA). Einnig hefur verið fylgt ítrustu kröfum um leynd viðkvæmra upplýsinga í samráði við Tölvunefnd ríkisins. Í kerfinu er einnig gert ráð fyrir skráningu ýmissa félagslegra atriða er varða heilbrigði, sjúkdóma og örorku, bæði einstaklinga og fjölskyldna. Með hjálp tölvuforritsins er unnt að koma á skipulögðu heilsufarseftirliti einstaklinga og áhættuhópa með reglubundinni innköllun fólks til læknisskoðunar og mats á áhættuþáttum.

Fundurinn samþykkti að fela stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 25.000.000. Í stjórn voru kjörnir: Tryggvi Agnarsson lögmaður, formaður, Kjartan Sigurðsson, verkfræðingur, Rúnar Óskarsson, verkfræðingur, Ólafur Mixa læknir og Sigurður Örn Hektorsson læknir. Jafnframt var Sigurður Örn Hektorsson læknir ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.