Útflutningur Vaki hf. í samningum við stærsta fiskeldisfyrirtæki heims Hefur selt yfir 200 fiskiteljara til 15 landa SAMNINGAR standa nú yfir milli rafeindafyrirtækisins Vaka hf. og stærsta fiskeldisfyrirtækis heims, Marine Harvest, um samvinnu við þróun...

Útflutningur Vaki hf. í samningum við stærsta fiskeldisfyrirtæki heims Hefur selt yfir 200 fiskiteljara til 15 landa

SAMNINGAR standa nú yfir milli rafeindafyrirtækisins Vaka hf. og stærsta fiskeldisfyrirtækis heims, Marine Harvest, um samvinnu við þróun á nýju mælitæki fyrir fiskeldisstöðvar. Hér er um að ræða tæki fyrir eldiskvíar sem mælir fiskinn þegar hann syndir í gegn þannig að unnt verður að áætla stærðardreifingu fisksins og fylgjast jafnt og þétt með vexti hans. Gert er ráð fyrir að erlenda fyrirtækið fjármagni verkefnið að hálfu leyti. Vaki hefur um þriggja ára skeið framleitt teljara fyrir lifandi eldisfisk undir heitinuBios canner sem seldir hafa verið til fiskeldisfyrirtækja í 15 löndum. Með notkun teljaranna hefur verið unnt að tryggja nákvæmari fóðrun og spara tíma og fyrirhöfn við talningu miðað við eldri aðferðir.

Vaki hf. á rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar nokkrir nemendur úr rafmagnsverkfræði fengu hugmynd að talningarbúnaði fyrir laxaseiði. Þörfin fyrir slíkan búnað var fyrir hendi á þeim tíma þar sem sala á laxaseiðum frá Íslandi til Noregs stóð sem hæst. Þróun teljar ans hófst árið 1986 en framleiðsla og sala árið 1988. Um 95% af framleiðslunni hefur farið til útflutnings. Salan hefur farið stigvaxandi frá 1988 og er gert ráð fyrir að hún verði á bilinu 55-60 milljónir á þessu ári. Vaki hefur komið upp umboðsmannaneti víðsvegar um heim m.a. í Noregi, Færeyjum, Skotlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi, Japan, Ísrael, Finnlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Chile, Spáni, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þá hafa nokkrar innlendar stöðvar keypt teljara frá Vaka. Nýlega afgreiddi Vaki pöntun á 11 tækjum til Marine Harvest og telja forráðamenn fyrirtækisins að stórsigur hafi unnist á markaðnum með þeirri sölu. Marine Harvest er leiðandi fyrirtæki í fiskeldi og hefur þá reglu að kaupa ekki búnað nema hann sé algjörlega nauðsynlegur og hafi verið prófaður í alllangan tíma.

Vaki er að miklu leyti í eigu starfsmanna þess sem eru fimm talsins en í byrjun ársins keypti Þróunarfélagið um fjórðung hlutafjár. Heildarhlutafé er nú 15,5 milljónir. Framleiðslan fer að öllu leyti fram hjá 15 undirverktökum en þróunar- og markaðsstarf er í höndum starfsmanna Vaka. Þrjár mismunandi útfærslur eru framleiddar fyrir talningu á 3 gramma til 6 kílóa fiski þar sem innrauðir geislar eru notaðir við talninguna.

Innanlandsmarkaður forsenda árangurs

Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka, telur að þrjár meginforsendur hafi ráðið því að hugmyndin varð að veruleika. Í fyrsta lagi var hugmyndin góð," segir hann. Í öðru lagi þá fengum við aðstoð í formi láns frá Rannsóknarsjóði og Iðnlánasjóði. Í þriðja lagi var innanlandsmarkaður og aðstaða fyrir hendi en við hefðum annars aldrei getað þróað tækið þannig að það mætti þörfum markaðarins. Í upphafi þegar verið varað skoða hugmyndina og allan þró unarferilinn vorum við í mjög nánu sambandi við markaðsaðila bæði í Noregi og Þýskalandi. Þeir gáfu okkur áætlanir yfir stærð markaðarins og þarfir. Við höfum lagt mjög ríka áherslu á markaðskannanir og reynum fyrst að finna út þarfir markaðins áður en við hófum að reyna að leysa vandamálið."

Vaki hefur lagt mikla áherslu á markaðsmál meðal annars með þátttöku í markaðsklúbbi fyrirtækja frá Svíþjóð, Danmörku og Kanada sem öll framleiða tæki fyrir fiskeldi. Ennfremur hefur fyrirtækið tekið þátt í útflutningshópnum Icepro á vegum Útflutningsráðs með góðum árangri.

VAKI HF - Vaki hefur náð verulegum árangri í sölu fiskitelj ara víðsvegar um heim á síðustu árum. Framleiðslan fer að ölluleyti fram hjá innlendum og erlendum undirverktökum en hinir fimm starfsmenn fyrirtækisins sinna markaðsmálum og þróunarstarfi. Á myndinni eru f.v. Hrönn Friðriksdóttir, Hólmgeir Guðmundsson, Þorsteinn I. Víglundsson, Guðbergur Rúnarsson og Hermann Kristjánsson.