Kjartan Gissurarson Mig langar að kveðja afa minn, Kjartan Gissurarson fisksala, meðnokkrum orðum. Þær eru ófáar stundirnar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka. Öll skiptin semég fór með afa niður á bryggju snemma á morgnana að sækja fisk.

Þær voru ófáar sögurnar sem afi var vanur að segja, frá því þegarhann var ungur maður, eins og þegar ferðast var á milli staða hvað það var miklu meira gengið heldur en nú er. Afi var alltaf mjög sanngjarn og skipti öllu jafnt á milli okkar barnabarnanna. Alltaf var gott að koma til afa og ömmu og eru þær mjög margar minningarnar sem ég á þaðan. Afi var alltaf hress og hafði mjög gaman af að tala við fólk.

Ég vil þakka afa fyrir góðar stundir. Blessuð sé minning hans.

Hanna Kristín