27. september 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Skrifstofur Íslandspósts flytja

ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur flutt aðalstöðvar sínar í nýtt húsnæði að Stórhöfða 29 gegnt nýju Póstmiðstöðinni.
ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur flutt aðalstöðvar sínar í nýtt húsnæði að Stórhöfða 29 gegnt nýju Póstmiðstöðinni. Aðalskrifstofur og stoðdeildir Íslandspósts eru núna allar undir sama þaki og er vinnuaðstaða starfsmanna mun betri sem og aðgengi viðskiptavina að fyrirtækinu, segir í fréttatilkynningu. Í gamla pósthúsinu í miðborg Reykjavíkur verður áfram rekin póstafgreiðsla. Frímerkjasalan verður þar einnig til húsa en hún var áður á Vesturgötu 10A. Í aðalstöðvum fyrirtækisins að Stórhöfða 29 vinna um 90 manns.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.