VERKIÐ Orð í mynd er unnið með styrk frá Lýðveldissjóði. Það á erindi við alla áhugamenn um íslenska tungu, kvikmyndaunnendur, sjónvarpsáhorfendur og þeirra sem vilja fást við þýðingar.
VERKIÐ Orð í mynd er unnið með styrk frá Lýðveldissjóði. Það á erindi við alla áhugamenn um íslenska tungu, kvikmyndaunnendur, sjónvarpsáhorfendur og þeirra sem vilja fást við þýðingar. Það er aðeins gefið út á Netinu og fjallar um þýðingar fyrir myndmiðla á Íslandi í víðu samhengi.

Rakin saga textunar

Rakin er saga textunar í bíói allt frá tímum þöglu myndanna til útgáfu mynda á DVD-diskum og gerð grein fyrir mismunandi leiðum til að þýða myndefni. Megináhersla er þó lögð á sögu íslenska textans á skjánum frá því útsendingar Sjónvarpsins hófust 30. september 1966. Hlutfall erlends efnis á íslenskum ljósvakamiðlum er skoðað með tilliti til umfangs þýðinga, en á tímabilinu 1986 til 1998 áttfaldaðist magn erlends efnis í sjónvarpi með tilkomu einkarekinna stöðva.

Verkið hefur að geyma leiðbeiningar til þeirra sem vilja leggja fyrir sig skjátextagerð, drög að vinnureglum og fjölda raunverulegra dæma.

Höfundar eru Jóhanna Þráinsdóttir, Ólöf Pétursdóttir og Veturliði Guðnason.