[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Irkið er vinsælt samskiptatæki netnotenda. Hér á landi hafa þúsundir nýtt sér það við leik og störf. Hér eru sýnd fyrstu skrefin í hvar hægt er að verða sér úti um Irk-forritið og hvernig það er sett upp.

1. Fyrst verður notandi að sækja forritið, t.d. á www.mirc.co.uk eða www.mirc.com , en þar er hægt að fá mIRC v5.8-útgáfuna. Þá mundi skráin heita mirc58t.exe sem er fyrir 32 bita útgáfur af Windows95/98/2000/NT. Einnig er á þessari síðu hægt að fá 16 bita útgáfu fyrir eldri gerðir af Windows, eins og 3.1 og 3.11

2. Næst er forritið ræst [Installation] en þá opnast fimm skrár í glugga sem opnast eftir uppsetningu. Skrárnar eru: mIRC32, mIRC Help, IRC Intro, Readme txt, Versions txt. Með því að tvísmella á mIRC32 er forritið ræst.

3. Nú ætti notandi að skoða mynd 2. Lokaðu glugganum, t.d. með því að ýta á ESC takkann á lyklaborðinu eða hakaðu (merktu) við "Launch mIRC" og ýttu svo á "Finish".

4. Nú opnast gluggi sem kallast "mIRC Options" en þar skrifar notandi inn þær upplýsingar sem hann vill hafa til að einkenna sig á Irkinu, eins og fram kemur á myndinni. [Athugið að það sem er slegið inn á myndinni, sem vísað er í hér að neðan, er aðeins dæmi um upplýsingar sem hægt er að skrá inn] Takið einnig eftir að á myndinni er þessi möguleiki er valinn ef notandi er frá Íslandi. Þá er hægt að haka við "Invisible mode" til þess að komast hjá því að fá allan listann sem er inni á rásinni. Þá er "Alternative mode" varanafn fyrir "Nickname".

5. Ef notandi er ekki viss um hvert notandanafnið hans er, er hægt að reyna að komast að því t.d. hjá netþjónustu hans. (Oftast er nú notandanafnið einhver hluti af nafni, Gunnar Gunnarsson væri til dæmis með notandanafnið gunnar.)

6. Núna er forritið komið upp og hægt að tengjast Irkinu en það er gert með því að smella á File og ýta á "Connect-hnappinn". Það er einnig hægt með því að ýta á takka sem er lengst til vinstri og auðkenndur með einhvers konar eldingu. Núna ætti að koma texti sem eru nokkurs konar skilaboð dagsins.

7. Núna opnast gluggi kallaður "mIRC Channel Folder" en þar getur notandi farið á nokkrar af vinsælustu rásunum á IRC. "Channel Folder" er einnig hægt að finna með því að ýta á takka sem hefur merki hamars og skrár. Hægt er að bæta við rásinni #Iceland með því að slá orðið inn og ýta á "Add". Það er einnig hægt að bæta við rás með því að slá inn /join #iceland. Þessi gluggi mun alltaf opnast þegar notandi tengist nema hann afhaki (taki merki af) við "Pop up folder on connect" en þá ætti hann að vera laus við það. Þá er einnig hægt að skoða fleiri skrár með því að ýta á "List of Channels".Nú er notanda ekkert til fyrirstöðu en að hefja þátttöku á Irkinu.

Nánari upplýsingar um uppsetningu er hægt að fá á heimasíðu isIRC, www.isirc.is , sem er heimasíða íslenskra Irkara. Einnig er vert að benda á íslenska spjallrásarlistann, http://irc.vefurinn.is , og www.irchelp.org .