Hollendingar sleppa sex selum við Grímsey í dag Fluttir með leiguflugi frá Hollandi HÓPUR hollenskra náttúru verndarmanna mun í dag sleppa sex selum í sjóinn við Grímsey, ef veður leyfir.

Hollendingar sleppa sex selum við Grímsey í dag Fluttir með leiguflugi frá Hollandi

HÓPUR hollenskra náttúru verndarmanna mun í dag sleppa sex selum í sjóinn við Grímsey, ef veður leyfir. Að þessu stendur Selaverndunar stofnun Hollands og er fjöldi hollenskra blaðamanna í föruneyti selanna. Selirnir og fólkið koma í dag frá Amsterdam til Akureyrar með Fokker flugvél. Tvær Twin Otter vélar flytja seli og menn síðan til Grímseyjar.

Um er að ræða fjóra vöðuseli og tvo hringanóra, sem flæktust suður á bóginn frá heimakynnum sínum í Barentshafi og Jan Mayen-svæðinu í ætisleit. Selirnir hafa fundist nær dauða en lífi af hungri við strendur Belgíu, Hollands og Þýskalands á undanförnum vikum og mánuðum.

Lenie Hart, sem stofnaði sela spítalann, sem stofnunin rekur, fyrir sextán árum síðan, kom hingað í gær til þess að undirbúa komu hópsins og selanna. Þetta er í fjórða skiptið sem hún sleppir selum við Íslands strendur. Hingað til hefur hún þó ekki haft fleiri en einn sel með sér í farteskinu.

Lenie, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fjöldi fólks hvaðanæva léti stofnunina vita ef selur strandaði svo þau gætu komið honum til bjargar. Tekist hefði að bjarga tuttugu selum frá dauða á þennan hátt. Aðalstarf stofnunarinnar væri þó að bjarga hollenska landselsstofninum sem hefði verið í mikilli útrýmingarhættu undanfarið.

Sjá Akureyrarsíðu bls. 27.