NÝRÁÐINN forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir, verður gestur á félagsfundi Sagnfræðingafélagsins fimmtudaginn 16. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Sögufélags í Fischersundi og hefst klukkan 20.
NÝRÁÐINN forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir, verður gestur á félagsfundi Sagnfræðingafélagsins fimmtudaginn 16. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Sögufélags í Fischersundi og hefst klukkan 20.30 og er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu.

Þjóðminjasafnið var stofnað 1863 og framan af bjó það við þröngar aðstæður á lofti Dómkirkjunnar í Reykjavík. Árið 1952 voru svo fyrstu sýningarnar opnaðar í nýju húsi safnsins á horni Hringbrautar og Suðurgötu. Nú standa yfir miklar endurbætur á húsinu en áætlað er að opna safnið að nýju í lok árs 2002. Margrét Hallgrímsdóttir, sem er fornleifa- og sagnfræðingur að mennt, mun á fundinum ræða um yfirstandandi breytingar á safninu og kynna hugmyndir sínar um framtíð þess.