THIERRY Henry , sóknarmaður Arsenal , var sendur heim frá París í fyrradag en hann var mættur þangað til að fara með franska landsliðinu í vináttulandsleik í Tyrklandi sem fram fer í kvöld. Henry tognaði í nára um síðustu helgi.
THIERRY Henry , sóknarmaður Arsenal , var sendur heim frá París í fyrradag en hann var mættur þangað til að fara með franska landsliðinu í vináttulandsleik í Tyrklandi sem fram fer í kvöld. Henry tognaði í nára um síðustu helgi.

JOHN Lukic , sem verður fertugur í desember, mun verja mark Arsenal í þremur leikjum í meistaradeild Evrópu á næstu vikum. David Seaman er frá vegna meiðsla og í gær kom í ljós að enn verður bið á því að Alex Manninger verði fær um að standa á milli stanganna.

SEDAN tók um helgina forystuna í frönsku knattspyrnunni með sigri á Marseille , 2:0. Olivier Quint og Cedric Mionnet skoruðu mörkin. Sedan , sem vann Leiftur 3:0 og 3:2 í Intertoto-keppninni í sumar, hefur komið mjög á óvart í vetur og er nú þremur stigum á undan Paris SG .

JOHN Toshack , Walesbúinn gamalkunni, hefur snúið St. Etienne til betri vegar eftir að hann tók við franska liðinu á botni 1. deildar fyrir skömmu. Liðið hefur nú fengið 10 stig í síðustu fjórum leikjunum og er komið upp í miðja deild. Alex tryggði St. Etienne sigur á Mónakó , 1:0.

RENE Vandereycken, fyrrverandi landsliðsmaður Belgíu í knattspyrnu, var í gær rekinn úr starfi þjálfara þýska knattspyrnuliðsins Mainz . Þar með hafa níu af átján liðum í næstefstu deild þegar skipt um þjálfara eftir að tímabilið hófst en aðeins 12 umferðum er lokið.

ANDY Cole á í samningaviðræðum við Manchester United um þessar mundir um nýjan samning til vorsins 2005. Kröfur Coles eru m.a. um rúmlega tvöfalda hækkun á launum úr um 2,7 millj. kr á viku í rúmlega 6 millj. Takist honum að ná fram þessari hækkun verður Cole með aðeins lægri laun en fyrirliði Manchester-liðsins, Roy Keane .

TALIÐ er fullvíst að forráðamenn Manchester United hugsi sig vel um áður en þeir hækki laun framherjans knáa svo ríflega því framundan eru einnig samningar við Ryan Giggs, David Beckham, Paul Scholes og Neville bræðurna , Gary og Phil. Ekki er talið ólíklegt að þeir fari fram á svipaða hækkun og Cole , ekki síst takist Cole að ná fram þessari ríflegu hækkun.

SIR Alex Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United , verður fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir nágrönnum sínum í Manchester City . Ferguson fór í byrjun vikunnar til S- Afríku til þess að vera viðstadddur brúðkaup sonar síns í Höfðaborg . "Þetta er ekki alveg og eins og ég hafði reiknað með," segir Ferguson . "Þegar brúðkaupið var ákveðið í febrúar var með tjáð að það ekki yrði leikið í deildinni um þessa helgi."

PETER Taylor , knattspyrnustjóri Leicester , segir ekkert vera hæft í þeim fregnum að Neil Lennon sé á leið til Celtic . Vitað er að Martin O'Neill , knattspyrnustjóri Celtic , sem áður var hjá Leicester , hafinn mikinn áhuga á að fá Lenn on til Skotlands . Celtic bar í hann víurnar í sumar en eftir nokkrar viðræður ákvað Lennon að vera um kyrrt í Leicester og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

DUNCAN Ferguson verður væntanlega kominn á fulla ferð með Everton fyrir jólin, en hann hefur nærri því ekkert leikið með félaginu á leiktíðinni vegna meiðsla.

RAINER Osmann var í gær vikið úr starfi þjálfara þýska handknattleiksliðsins Eisenach. Osmann hefur stýrt liðinu undanfarin átta ár en óánægja er með gengi þess í vetur þar sem það er í 15. sæti af 20 liðum. Jürgen Beck , fyrrum leikmaður liðsins, tekur við til bráðabirgða en Lothar Doering , fyrrum þjálfari Magdeburg , er sagður efstur á óskalista stjórnarmanna Eisenach .