SIGURÐUR Kristinsson, heimspekingur og lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur sem hann nefnir Alþjóðleg fræði á íslensku á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.
SIGURÐUR Kristinsson, heimspekingur og lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur sem hann nefnir Alþjóðleg fræði á íslensku á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsnæði Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti og hefst hann kl. 17 í stofu 14.

Í fyrirlestrinum fjallar hann um það hlutskipti íslenskra háskólamanna að stunda fræði sín í alþjóðlegu samhengi en nota samt íslenskuna í kennslu, umræðum og ýmsum skrifum sem og í daglegu lífi.

Sigurður er nú í vetur umsjónarmaður fjarnáms í almennum hugvísindum og nútímafræðum við Háskólann á Akureyri. Fyrirlesturinn er á vegum kennaradeildar og bókasafns Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.