ÚT er komin bókin Undir berum himni - ævintýri nálfanna eftir Terry Pratchett . í þýðingu Þorgerðar Jörundsdóttur . Í fréttatilkynningu segir: "Þar segir frá þúsundum örsmárra nálfa sem eftir að hafa hrakist frá heimkynnum sínum í stórverslun A.
ÚT er komin bókin Undir berum himni - ævintýri nálfanna eftir Terry Pratchett . í þýðingu Þorgerðar Jörundsdóttur .

Í fréttatilkynningu segir: "Þar segir frá þúsundum örsmárra nálfa sem eftir að hafa hrakist frá heimkynnum sínum í stórverslun A. Arnalds búa um sig í yfirgefinni námu. En þá kemur mannfólkið til sögunnar sem virðist alltaf fá sínu framgengt þótt það sé bæði heimskt og klunnalegt. Aftur þurfa nálfarnir að færa sig um set og í þetta sinn býsna langt.

Terry Pratchett er einn vinsælasti höfundur heims um þessar mundir og þekktur fyrir hugmyndaríkar og spennandi bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Undir berum himni er önnur bók hans um nálfana en þær hafa notið gífurlegrar hylli lesenda víða um heim. Fyrri bókin, Ævintýri nálfanna - Flóttinn, hefur verið ófáanleg um skeið en er nú endurútgefin. "

Mál og menning gefur bækurnar um nálfana út og prentar í Svíþjóð. Þær eru hvor um sig um 150 bls. og leiðbeinandi verð er 1.990 krónur fyrir hvora bók.