HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður upp Grófina með Tjörninni og um Hljómskálagarðinn, suður í Öskjuhlíð.
HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20.

Farið verður upp Grófina með Tjörninni og um Hljómskálagarðinn, suður í Öskjuhlíð. Þaðan með ströndinni vestur í Sundskálavík og Suðurgötuna og Háskólahverfið til baka að Hafnarhúsinu. Hægt er að stytta gönguferðina og fara með SVR á leiðinni. Allir velkomnir.