TVÖ ný jólafrímerki komu út 9. nóvember sem eru tileinkuð Grýlu og Leppalúða. Fyrir síðustu jól gaf Íslandspóstur út þrettán frímerki með íslensku jólasveinunum. Jólafrímerkin í ár eru framhald af þessari útgáfu.
TVÖ ný jólafrímerki komu út 9. nóvember sem eru tileinkuð Grýlu og Leppalúða.

Fyrir síðustu jól gaf Íslandspóstur út þrettán frímerki með íslensku jólasveinunum. Jólafrímerkin í ár eru framhald af þessari útgáfu. Myndefnið er núna foreldrar jólasveinanna, Grýla og Leppalúði. Hönnuður jólafrímerkjanna í ár er Ólafur Pétursson. Einnig hafa verið gefin út tvö ný frímerki með húsagerðalist til forna sem myndefni. Hönnuður þeirra er Tryggvi T. Tryggvason.