Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju söng.
Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju söng.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafsvík -Söngur og gleði ríktu í Ólafsvíkurkirkju þegar haldin var svokölluð poppmessa sl. sunnudagskvöld. Hátt á þriðja hundrað manns mættu til messu sem lætur nærri að vera um þriðjungur sóknarbarna í Ólafsvík.
Ólafsvík -Söngur og gleði ríktu í Ólafsvíkurkirkju þegar haldin var svokölluð poppmessa sl. sunnudagskvöld. Hátt á þriðja hundrað manns mættu til messu sem lætur nærri að vera um þriðjungur sóknarbarna í Ólafsvík. Hefðbundnum messuliðum var haldið og þeir klæddir nýju formi. Söngur var einnig með léttara sniði en var sem fyrr í höndum Kirkjukórs Ólafsvíkur.

Nokkrir úr röðum kórsins stigu fram og sungu einsöng. Kirkjubandið annaðist undirleik við athöfnina og tóku kirkjugestir virkan þátt í messunni. Væntanleg fermingarbörn lásu ritningarlestur og léku guðspjall sunnudagsins fyrir viðstadda. Sóknarpresturinn séra Óskar Hafsteinn Óskarsson prédikaði og þjónaði fyrir altari. Að messu lokinni var kirkjugestum boðið að þiggja kaffi, djús og popp í safnaðarheimilinu.