FJÁRHÆÐ gjalds vegna veiðiheimilda innan og utan lögsögu verður breytt til samræmis við áætlaðan kostnað Fiskistofu af veiðieftirliti ef frumvarp, sem Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi á mánudag, verður að lögum.
FJÁRHÆÐ gjalds vegna veiðiheimilda innan og utan lögsögu verður breytt til samræmis við áætlaðan kostnað Fiskistofu af veiðieftirliti ef frumvarp, sem Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi á mánudag, verður að lögum. Í frumvarpinu er lagt til að þegar skipi er úthlutað tilteknu aflamagni sem byggist ekki á hlutdeild taki það mið af úthlutuðu aflamagni en ekki lönduðum afla eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. Þá er lagt til að gjald fyrir veru eftirlitsmanna um borð í veiðiskipum verði hækkað og að það verði einnig innheimt fyrir veru veiðieftirlitsmanns um borð í fiskiskipi samkvæmt sérstakri heimild í lögum.