LÉLEG veiði er hjá dragnótarbátunum sem gerðir eru út frá Patreksfirði, eins og raunin hefur verið á haustin. Skipverjarnir á Sveini Sveinssyni BA 325 voru því ekkert sérstaklega kátir þegar þeir biðu löndunar kvöld eitt fyrir skömmu.
LÉLEG veiði er hjá dragnótarbátunum sem gerðir eru út frá Patreksfirði, eins og raunin hefur verið á haustin. Skipverjarnir á Sveini Sveinssyni BA 325 voru því ekkert sérstaklega kátir þegar þeir biðu löndunar kvöld eitt fyrir skömmu.

Skipverjarnir þrír, Erlingur Haraldsson, Magnús Áskelsson og Örn Sveinsson skipstjóri, sem er lengst til hægri á myndinni, eiga bátinn sjálfir og gera út undir útgerðarnafninu Fagrimúli ehf.

Þeir keyptu bátinn kvótalausan og hafa treyst á að geta leigt kvóta eða róa út á kvóta fiskvinnslufyrirtækja. Það er því ekki til að bæta skap þeirra hvað erfitt er orðið að gera út með þessum hætti. Þeir segja að þegar þeir hófu útgerð hafi aðstæður verið þokkalegar en síðan hafi allt breyst með hækkuðu kvótaverði og kvótaþingi sem gerði illmögulegt að fá kvóta frá fiskvinnslufyrirtækjum. Nú sé svo komið að þeir geti hvorki hætt né haldið áfram.